Vörur

Three Fennel

Heilmalað spelt spaghetti

Döðlur

Hrískökur m/jógúrt

Súkkulaði með möndlum

RAW kakóduft

Hnetusmjör, fínt

Brasilíuhnetur

Hampprótein duft

Jómfrúar ólífuolía

After dinner

Spelt múslí m/þurrkuðum ávöxtum

Tómatar Sólþurrkaðir

Grænmetiskraftur

Hrískökur m/súkkulaði og kókos

Ristuð sesamolía

Greinar

Lagskiptur rabarbaradesert

Núna snemmsumars sprettur rabarbarinn upp í görðum af miklum krafti. Það er um að gera að nýta fyrstu leggina strax, þeir eru svo bragðgóðir svona ungir og ferskir. Og ef rabarbaraplantan er grisjuð og nýtt snemma, þá fáum við jafnvel aðra uppskeru í haust. Hér höfum við ljúffengan rabarbara eftirrétt sem upplagt er að njóta í vorsólinni.
Nánar
Greinar

Avókadó súkkulaðitrufflur

Hvað er betra en súkkulaðitrufflur sem bráðna í munni? Hér höfum við dásamlega rjómakenndar súkkulaðitrufflur gerðar úr avókadó, sem gefur trufflunum lungamjúka áferð. Þessar kúlur er gaman að bera fram þegar gesti ber að garði, eða eiga í frystinum og gæða sér á með kaffinu stöku sinnum. 
Nánar
Greinar

Bananabrauð

Bananabrauð er svo dásamlega gott með helgarkaffinu. Þessi uppskrift er vegan (hvorki egg né mjólkurvörur) og við notum fínt og gróft spelt til helminga, svo það er passlega gróft. Og vegna þess að við erum í miklu sælkera stuði bætum við súkkulaðibitum í brauðið og þá er það eiginlega orðið að köku. Nammms! Við skreyttum með banana og möndlum ofan á, en það er ekki nauðsynlegt. Möndlurnar ristast við baksturinn og verða rosalega góðar. Bananinn gefur svona grillað bananabragð, sem minnir á fallegt sumarkvöld. 
Nánar
Greinar

Páskaís

Hvað er betra en ljúffengur ís eftir góða páskamáltíð? Hér höfum við uppskrift frá Sollu að ljúffengum súkkulaðihnetuís, sem er tilvalinn í páskaveisluna.
Nánar
Greinar

Heimagerð páskaegg

Fyrir ykkur sem langar að búa til heimagerð páskaegg eru hér fínar leiðbeiningar. Stór kostur við að föndra sitt eigið egg er að við getum sjálf valið okkar uppáhalds góðgæti til að setja inn í eggin. Ef ykkur þykir gott að maula hnetur og rúsínur með góðu súkkulaði, þá er upplagt að fylla eggið af slíku góðgæti. Svo getum við valið súkkulaði sem höfðar vel til okkar. Við mælum að sjálfsögðu með Himneska súkkulaðinu, sem er hágæðavara úr lífrænni ræktun með fairtrade vottun.
Nánar
Greinar

Súkkulaðikaka - vegan

Hafið þið prófað að nota eplamús/eplamauk í kökubakstur? Hér notum við eplamauk til að gefa aukna mýkt og gott bragð í þessa ljúffengu súkkulaðiköku. Hún er svona millistig af brownie og súkkulaðiköku, sæt og mjúk og þarf ekkert krem. En er frábær með smávegis kókosmjöli ofan á. Það vill svo skemmtilega til að þessi gómsæta kaka er vegan.
Nánar
Greinar

Súkkulaði og hindberjasmoothie

Ljúffengur súkkulaði-avókadósmoothie með frískandi hindberjamauki í botninum. Þessi smoothie er tilvalinn í morgunsárið eða sem millimál, þegar við þrufum smá dekur. Hægt er að breyta þessum smoothie í desert með því að auka á döðluskammtinn, eða bæta við öðrum sætugjafa eins og t.d. hlynsírópi. 
Nánar

Instagram#himnesktsolla