Súkkulaði og rauðrófu muffins

Krem Kökur Muffins

  • Miðlungs
  • Vegan rauðrófu muffins með kremi
  • Vegan: Já
  • Eggjalaust: Já

Uppskrift

Þessar ljúffengu bollakökur er tilvalið að baka um helgina

  • Muffins

  • 3 b spelt
  • 3 msk maísmjöl
  • 1¾ b hrásykur
  • 2 msk kakó
  • 1 tsk sjávarsalt
  • 2 tsk matarsódi
  • 2/3 b olía
  • 1 b vatn
  • 1 b soðnar rauðrófur, skornar í bita
  • 2 msk eplaedik
  • 1 tsk vanilludropar
  • Krem

  • 200g vegan smjör eða smjör
  • 1 tsk sítrónusafi
  • 2 tsk vanilludropar
  • ¼ tsk sjávarsalt
  • 400g flórsykur


Muffins

Hitið ofninn í 180°C

Setjið þurrefnin í skál og blandið vel saman.

Setjið olíu, vatn, rauðrófur, eplaedik og vanilludropa í blandara og maukið vel saman

Hellið rauðrófublöndunni saman við þurrefnablönduna og hrærið saman.

Smyrjið muffinsform og setjið deigið í, þetta gera ca 20 muffins.

Bakið við 180°C í 25 mín.

Kælið áður en þið setjið kremið á.

 

Krem

Skerið smjörið í litla bita og setjið í hrærivél og hrærið í 2 mín, bætið sítrónusafa, vanilludropum og sjávarsalti út í, hrærið í 1 mín í viðbót.

Sigtið flórsykurinn út í og hrærið þar til allt hefur blandast vel og er orðið að léttu og girnilegu kremi.

Smyrjið ofan á muffinsin.

Skreytið með ristuðum hnetum, ef ykkur langar.